Svala Rún Sigurðardóttir ráðgjafi, Lead Auditor ISO – 9001

Reynsla og starfsferill

Svala Rún hefur um 20 ára reynslu innleiðingu á gæða- og skjalakerfum samkvæmt ISO-9001, ISO-14001, ISO-15489, ISO-27001 og GMP fyrir lyfjaframleiðslu. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki eins og Actavis, Icelandair og Samskip til fjölda ára og hefur  starfsreynslu bæði sem stjórnandi og ráðgjafi  við innleiðingu. Hún hefur einnig komið að fjölmörgum innleiðingarverkefnum fyrir stjórnkerfi  bæði hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum bæði sem forstöðumaður ráðgjafaþjónustu Focal og einnig sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.   Ennfremur var hún lektor  í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun hjá Háskólanum á Bifröst  ásamt því að vera stundakennari í gæðastjórnun hjá viðskiptafræðideild HÍ og Tækniskólanum. Svala Rún hefur einnig haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra á ráðstefnum um gæða- og skjalastjórnun og verið virk í fagsamtökum eins og Stjórnvísi og  Félagi um skjalastjórn.


Menntun

B.Sc.  í  Industrial Economics frá University of Nottingham

M.Sc. í Organizational Behaviour frá University of Hartford, Connecticut.


Fagvottanir

Lead Auditor ISO-9001:2015 frá  BSI Academy í Bretlandi árið 2017.


Ítarlegri upplýsingar er að finna á LinkedIN 

Tölvupóstfang hennar er svala@avanti.is