Vantar þig Persónuverndarfulltrúa ?

Avanti ráðgjöf ehf býður nú þjónustu þar sem ráðgjafi frá okkur er „Úthýstur persónuverndarfulltrúi“ hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.

Í lögum um Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er að finna ákvæði um að fyrirtækjasamstæðu er heimilt að skipa einn persónuverndarfulltrúa að því tilskildu að sérhver starfsstöð hafi greiðan aðgang að honum. Einnig ef ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili er opinbert yfirvald eða stofnun, er heimilt að tilnefna einn persónuverndarfulltrúa fyrir fleiri en eitt slíkt yfirvald eða stofnun, að teknu tilliti til stjórnskipulags þeirra og stærðar.

Í 37 gr. reglugerðarinnar sem fylgir lögunum, er að finna ákvæði um að: „Persónuverndarfulltrúinn skal tilnefndur á grundvelli faglegrar hæfni sinnar og einkum sérþekkingar á lögum og lagaframkvæmd á sviði persónuverndar og getu sinnar til að vinna þau verkefni sem um getur í 39. gr. “

Ráðgjafi hjá Avanti ráðgjöf ehf hefur aflað sér slíkrar sérþekkingar frá viðurkenndum fagsamtökum sérfræðinga í Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (Sjá:IAPP) en það er CIPP/E faggilding.

Það er stefna fyrirtækisins að ráðgjafar okkar hafi sérþekkingu og viðurkennda faggildingu til þeirra verkefna sem viðskiptavinir óska eftir. Þar af leiðandi höfum við ákveðið að bjóða fyrirtækjum og stofnunum þá þjónustu að vera úthýstur persónuverndarfulltrúi.

Verkefni persónuverndarfulltrúa eru skilgreind í reglugerðinni en við höfum einnig sett fram drög að Starfslýsingu Persónuverndarfulltrúa sem lýsir verkefnum Persónuverndarfulltrúa með heilstæðum hætti og er jafnframt grundvöllur að samningi um afnot af þjónustu persónuverndarfulltrúa frá Avanti  ráðgjöf ehf.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um þessa þjónustu og/eða tilboði frá okkur í slíka þjónustu, vinsamlega hafið samband við okkur á avanti@avanti.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com