Avanti-ráðgjöf ehf er fjölskyldufyrirtæki Guðjóns og Svölu. Við höfum bæði starfað við ráðgjöf og endurskoðun stjórnkerfa í langan tíma en stofnuðum fyrirtækið í Ágúst 2016 og höfum rekið það saman síðan. Avanti – ráðgjöf  sem sérhæfir sig í stjórnkerfisráðgjöf. Stjórnkerfisráðgjöf byggir fyrst og fremst á ISO stöðlum fyrir einstaka málaflokka,  þá fyrst og fremst upplýsingaöryggi (ISO – 27001), gæðakerfi (ISO-9001) og  skjalakerfi (ISO-15489).

Við veitum einnig ráðgjöf varðandi innleiðingu jafnlaunakerfa (ÍST-85) og innleiðingarráðgjöf fyrir lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (GDPR).

Við höfum bæði mikla reynslu á sviði stjórnkerfa og erum menntuð á því sviði. Við leggjum metnað okkar í að vinna faglega og að klára öll verkefni með góðri umsögn frá okkar viðskiptavinum.


Póstfang fyrirtækisins er að Mosagata 1, Íbúð 0201, 210 Garðabæ

Símanúmer fyrirtækisins er 537 1001 og tölvupóstfang er avanti@avanti.is

Kennitala 670313-0930 og VSK númer er : 116233

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com