Tilboð um kerfisskjöl fyrir ISO 27001:2013 upplýsingaöryggiskerfi

Innleiðing ISO 27001 upplýsingaöryggis er stórt verkefni og tekur á öllum þáttum upplýsingaöryggismála. Samkvæmt ISO 27001 staðlinum þá verða að vera til staðar kerfisskjöl sem sýna fram á að fyrirtækið hafi sett sér stefnu og verklagsreglur sem taki á öllum þáttum upplýsingaöryggismála.

Við bjóðum nú þessi kerfisskjöl á sérstöku tilboðsverði sem er 450.000 kr. án VSK. Innifalið í þessari upphæð eru 16 tímar ráðgjafa fyrir aðlögun skjala að þínu fyrirtæki eða stofnun, stöðumat og gerð innleiðingaráætlunar.

Stöðumat fyrir ISO 27001 er gert út frá almennun atriðum staðalsins en einnig út frá viðauka A við staðalinn.

Viðauki A er nákvæm útfærsla á þeim atriðum sem þurfa að vera til staðar og saman stendur af 114 eftirlitsþáttum sundurliðað í 12 köflum eins og sést hér til hliðar.

Út frá stöðumati er hægt að gera nákvæmt tilboð fyrir innleiðingarráðgjöf ef þess er óskað. Innleiðing ISO 27001:2013 er stórt verkefni sem tekur marga mánuði og við getum aðstoða þig við að klára það verkefni.


WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com