Þarft þú að klára jafnlaunavottun fyrir næstu áramót?

Advania í samvinnu við Avanti – Ráðgjöf ehf bjóða upp á easyEQUALPAY, lausn sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að innleiða jafnlaunakerfi og standast þannig lög um jafnlaunavottun. Lausnin gefur skýra yfirsýn og leiðbeinandi umgjörð til að fylgja eftir þeim aðgerðum sem þú og þitt fyrirtæki þurfið að ráðast í vegna vottunar. Með easyEQUALPAY verður einfaldara fyrir þig að fara eftir því regluverki sem jafnlaunavottun krefst.

  • Handbók ásamt skjalasniðmátum
  • Vöktun
  • Innri og ytri úttektir
  • Rýni stjórnenda
  • Móttaka ábendinga
  • Frávikaskráning
  • Úrbótaverkefni
  • O.fl.

Advania hefur sett fram þessa lausn með stöðluðum skjölum fyrir jafnlaunakerfi sem Avanti – ráðgjöf leggur til og sér um að aðlaga að þínu fyrirtæki. easyEQUALPAY inniheldur  alla nauðsynlega þætti fyrir innleiðingu á Jafnlaunakerfi þ.m.t jafnlaunahandbók, frábrigðaskráningu, skjalakerfi, úrbótaverkefni og skipulagningu árlegra úttekta.

Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um ráðgjöf okkar fyrir Jafnlaunakerfi þá getur þú sent okkur póst á avanti@avanti.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com