Starfaflokkun og launagreining

Starfaflokkun og launagreining er grundvöllur þess að geta fengið Jafnlaunavottun. Það er reyndar bara einn þáttur af mörgum á þeirri vegferð en sá hluti sem oftast tekur mestan tíma. Starfaflokkun er sú aðgerð að meta hvert starf til stiga út frá viðmiðum. Hvert starf gerir ákveðnar kröfur um hæfni, þekkingu og reynslu og það ætti að endurspeglast í þeim launum sem greidd eru fyrir það starf. Það ætti því að vera nokkuð góð fylgni á milli starfsmatsstiga og heildarlauna eða eins og sést á línuriti hér að neðan.

Í raun og þá sérstaklega þegar launagreining er framkvæmd í fyrsta skipti, þá standa flestir frammi fyrir einhverju því sem kemur fram í þessu línuriti :

Skýringin liggur oftast í því að ekki sé búið að taka tillit til allra viðmiða sem í raun eru notuð. Eins og kemur fram í Jafnlaunastaðlinum þá er markmiðið að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Hvert starf er metið óháð þeim einstakling sem skipar starfið þ.e.a.s. þær kröfur sem starfið gerið út frá tilteknum viðmiðum eins og starfsreynslu, menntun og fleiri þátta. Hins vegar skal líka taka tillit til persónubundinna þátta sem geta verið að margvíslegum toga. Það gæti verið samkeppnisviðmið, þ.e.a.s. að engin leið sé að ráða tiltekna sérfræðinga nema að bjóða þau laun sem samkeppnisaðilar eru að bjóða, frammistöðuviðmið t.d varðandi sölu eða framleiðni og svo mætti lengi telja.

Við höfum aðstoðað fjölda fyrirtækja við að framkvæma starfsmat þannig að það endurspegli launakerfi viðkomandi fyrirtækisins eða stofnunar, og taki tillit til allra viðmiða sem eru lögð til grundvallar við launaákvörðun.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com