Ráðgjafi Avanti – ráðgjöf ehf lýkur fagvottun sem CIPP/E

Guðjón Viðar Valdimarsson, hefur aflað sér faggildingu  sem Certified Information Privacy Professional/ Europe (CIPP / E) í gegnum International Association of Privacy Professionals (IAPP).  Avanti – ráðgjöf ehf hefur þegar aðstoðað fjölda fyrirtækja með að uppfylla ný lög um Persónuvernd og verndun persónuupplýsinga og þessi faggilding lýsir staðfestu fyrirtækisins að hafa ávallt á að skipa ráðgjöfum með viðeigandi sérfræðimenntun. 

Alþjóðlega vottaðir sérfræðingar sem starfa við persónuvernd eru mjög eftirsóttir í dag. Þeir hjálpa stofnunum að stjórna hraðri þróun í ógnum gagnvart persónuvernd einstaklinga og draga úr hugsanlegu tapi og misnotkun upplýsingaeigna. IAPP er fyrsta stofnunin sem opinberlega setur fram staðla í faglegri menntun og vottunum gagnvart  persónuvernd og gagnavernd. IAPP vottun er alþjóðlega viðurkennd sem virt, óháð mennun sem sérfræðingar afla sér og vinnuveitendur leita eftir.

CIPP er alþjóðlegur staðall í vottun sérfræðinga á sviði Persónuverndar og verndun persónuupplýsinga. Þróað og hleypt af stokkunum hjá IAPP með aðstoð leiðandi sérfræðinga, CIPP er fyrsta alhliða vottunin gangvart persónuvernd og verndun persónuupplýsinga en  CIPP / E er fyrsta faglega vottunin sem tekur mið af  evrópskum gagnaverndarlögum sem eru hluti af alhliða meginramma- og þekkingargrunni í upplýsingaöryggi. CIPP / E nær yfir evrópsk og innlend gagnaverndarlög(GDPR).

Um IAPP

Alþjóðleg samtök persónuverndarsérfræðinga (IAPP) er stærstu og umfangsmestu alþjóðasamtök á sviði persónuverndar.  IAPP samtökin voru stofnuð árið 2000, eru ekki rekin í hagnaðarskyni en hafa þann tilgang að  skilgreina, styðja og bæta  starfsvið sérfræðing á sviði Persónuverndar. Nánari upplýsingar um IAPP er að finna á   www.iapp.org.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com