1.      Persónuupplýsingar sem við söfnum 

Stefna okkar um verndun persónuupplýsinga stjórnar notkun og vistun þinna persónuupplýsinga. 

Avanti ráðgjöf ehf er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sem þú  veitir okkur. Við söfnum eftirfarandi gerðum persónuupplýsinga frá þér: 

Tengiliðaupplýsingar, tölvupóstföng

2.      Af hverju söfnum við persónuupplýsingum 

Við þurfum persónuupplýsingar þínar til að veita þér eftirfarandi þjónustu: 

Til þess að sinna samskiptum í þeim tilgangi að uppfylla samninga varðandi innleiðingu stjórnkerfa.

Að svara fyrirspurnum og tölvupósti

3.      Það sem við gerum með persónuupplýsingar 

Persónuupplýsingar þínar eru unnar hjá Microsoft innan Office365 en hýsing og vistun gagna þinna fer fram hjá Tactica sem er staðsett á Íslandi. 

Engir þriðju aðilar hafa aðgang að gögnum þínum, nema slíkur aðgangur byggi á lögum eða réttarheimildum. 

4.      Hve lengi vistum við persónuupplýsingar 

Persónuupplýsingar þínar eru vistaðar hjá okkur svo lengi sem innleiðing stjórnkerfa stendur. Eftir þann tíma er persónulegum gögnum þínum eytt með óafturkræfum hætti.Almennum fyrirspurnum og tengiliðagögn þeim tengd eru vistuð í 30 daga en eytt eftir það.

5.      Hver eru réttindi þín? 

Ef þú heldur að persónuupplýsingar sem við vistum séu rangar eða ófullnægjandi, þá getur þú óskað eftir því að fá þessar upplýsingar, leiðrétta þær eða eyða þeim. 

Ef þú vilt kvarta um hvernig við höfum séð um persónuupplýsingar þínar skaltu hafa samband við Persónuverndarfulltrúa á avanti@avanti.is Persónuverndarfulltrúi okkar mun þá meðhöndla kvörtun þína og vinna með þér til að leysa málið. 

Ef þér finnst eftir afgreiðslu Persónuverndarfulltrúa á erindi þínu, að persónuupplýsingar þínar hafi ekki verið meðhöndlaðar á viðeigandi hátt samkvæmt lögum, geturðu haft samband við Persónuvernd og sent inn kvörtun til þeirra. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com