Avanti ráðgjöf ehf býður nú þjónustu þar sem ráðgjafi frá okkur er „Úthýstur jafnréttisfulltrúi“ hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.


Verkefni jafnréttisfulltrúa eru skilgreind samkvæmt samning en þau eru :

  • Útvega og viðhalda nauðsynlegum gögnum til að sýna fram á hlíti við jafnlaunastaðall (ÍSL-85:2012) og tryggja að þau séu uppfærð.
  • Upplýsa og veita sérfræðisráðgjöf til allra starfsmanna varðandi skyldu þeirra til að fara að ákvæðum ÍSL-85:2012(jafnlaunastaðals) .
  • Tryggja að námskeið og vitundarþjálfun sé í boði öllum starfsmönnum sem koma að ákvörðunum varðandi laun og starfaflokkun.
  • Fylgjast með að farið sé að ÍSL-85:2012 og viðeigandi lögum og reglugerðum ásamt því að upplýsa hagsmunaaðila innan fyrirtækisins um allar breytingar tímanlega.
  • Vera tengiliður við eftirlitsyfirvaldið um málefni sem tengjast vinnslu jafnlaunakerfis og jafnlaunavottun og að hafa samráð við eftirlitsyfirvöld, ef þörf krefur.
  • Vera tengiliður fyrir starfsmenn og vinna með öllum starfsmönnum varðandi atriði sem tengjast jafnlaunakerfi.
  • Framkvæma árlega launagreiningu og rýni á starfaflokkun
  • Hafa umsjón með ábendingum og úrbótum vegna jafnlaunakerfis
  • Vera tengiliður við vottunarstofur vegna jafnlaunavottunar.

Ráðgjafi hjá Avanti ráðgjöf ehf hefur aflað sér sérþekkingar frá Velferðarráðuneytinu sem vottaður úttektarmaður Jafnlaunakerfa.


Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um þetta tilboð þá getur þú sent okkur póst á avanti@avanti.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com