Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu staðalsins geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp Jafnlaunakerfi og sótt um úttekt fyrir Jafnlaunavottun hjá viðurkenndum vottunaraðila uppfylli þau öll ákvæði staðalsins.

Við getum aðstoðað þig við það ferli að setja upp Jafnlaunakerfi hjá þínu fyrirtæki/stofnun.

Innleiðingarráðgjöf fyrir Jafnlaunakerfi

Við hjá Avanti – ráðgjöf ehf  höfum útbúið staðlaða lausn í samstarfi við Advania þar sem Advania býður fram sérhannað kerfi easyEQUALPAY til að halda utan um innleiðingu og rekstur jafnlaunakerfis, meðan Avanti – ráðgjöf ehf útvegar stöðluð skjöl inni í það kerfi og veitir ráðgjöf varðandi innleiðingu jafnlaunakerfis.

Við aðlögum kerfisskjöl jafnlaunakerfis og hlöðum þeim upp í easyEQUALPAY kerfi ykkar ásamt því að setja upp verkefnisáætlun og  skipuleggja verkefnið.

Hugmyndin er sú að þitt fyrirtæki eða stofnun sjái svo um að klára innleiðingarverkefnið en við séum ávallt til reiðu við einstaka þætti þess sé þess óskað t.d fræðslunámskeið fyrir stjórnendur, framkvæmd launagreininga og gerð starfaflokkunar.


Við getum einnig gert tilboð í alla innleiðingu jafnlaunakerfis ef það hentar betur en við leggjum áherslu á að sníða okkar lausnir að þörfum okkar viðskiptavina. Þar sem til staðar er mannafli og sérþekking hjá okkar viðskiptavinum til að ljúka innleiðingu þá hefur ofangreind lausn dugað vel en við höfum einnig komið að innleiðingu sem verkefnisstjórar að öllu leiti.

Hér fyrir neðan er að finna glærukynningu varðandi easyEQUALPAY og okkar ráðgjafaþjónustu fyrir innleiðingu Jafnlaunakerfis. Smellið á „play“ til að sjá kynningunna.Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um ráðgjöf okkar fyrir Jafnlaunakerfi þá getur þú sent okkur póst á avanti@avanti.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com