Jafnlaunavottun – hver er staða mála ?

Nýlega var frétt á RÚV þar sem kom fram að einungis 11% fyrirtækja sem þyrftu að klára Jafnlaunavottun fyrir áramót, hefðu lokið því verkefni.  Þar kom einnig fram að eftir áramót mundi Jafnréttisstofa fara að deila út dagsektum að upphæð 50.000 króna á dag.  Í framhaldinu voru svo tengdar fréttir þ.m.t. viðtal við forsvarsmann hjá samtökum atvinnurekanda þar sem kom fram sú skoðun að það væri alls óvíst hvort réttlætanlegt væri að leggja á dagsektir því aðalmálið væri að fyrirtæki og stofnanir væru að vinna í þessum málum með það fyrir augum að ljúka því árið 2019 eða jafnvel síðar.

Nú dæmir hver fyrir sig en meginreglan hlýtur jú að vera sú að fylgja skuli landslögum. Það er heimild í reglugerð varðandi jafnlaunavottun, að ráðherra fresti gildistöku en það er sömuleiðis alls óvíst og reyndar frekar ólíklegt í ljósi þess hvaða pólitískar afleiðingar það hefði fyrir núverandi ríkisstjórn. Þetta eru málefni sem allir stjórnmálaflokkar hafa sett á oddinn og tekið eindregna afstöðu með því meginatriði að karlar og konur skuli njóta fyllsta jafnréttis varðandi laun og launakjör almennt.

Það er þá spurning hvernig þau 89% fyrirtækja sem standa frammi fyrir þessu verkefni, hvernig þau geti leyst úr því fyrir áramót eða í það minnsta komið verkefninu á góðan rekspöl. Þetta vandamál er einmitt það sem Advania og Avanti-ráðgjöf hafa einsett sér að leysa með sínu samstarfi.

Í meginatriðum þá gengur innleiðing Jafnlaunakerfis út á eftirfarandi :

  • Gera verkefnisáætlun, Jafnlaunastefnu, Jafnréttisáætlun
  • Yfirfara og endurbæta starfslýsingar
  • Skoða ferli við launaákvarðanir og verkferla í launadeild
  • Gera starfaflokkun og framkvæma launagreiningu
  • Rýna og samþykkja skjöl sem uppfylla kröfur jafnlauna staðalsins (ÍST-85-2012)
  • Útbúa sniðmát fyrir verklagsreglur og vinnulýsingar

easyEQUALPAY

easyEQUALPAY er sett upp með sniðmáti af öllum nauðsynlegum skjölum fyrir Jafnlaunakerfi. Því fylgja 15 tímar í ráðgjöf frá Avanti-ráðgjöf til að aðlaga skjölin og innleiðingu á kerfinu. easyEQUALPAY nýtist einnig til að skipuleggja árlegar innri úttektir, ásamt því að skrá ábendingar og úrbætur. Kerfið er einnig mjög hentugt til þess að setja upp skjalaflokkun og vera skjalasvæði fyrir skjöl og skrár sem tengjast Jafnlaunakerfi á einum stað.  easyEQUALPAY sér einnig um útgáfustýringu og vöktun skjala ( í gildi/ekki gildi).

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com