Jafnlaunavottun fyrir sveitafélög

Nýlega kom fram í fjölmiðlum að fjöldi sveitafélaga eiga eftir að ljúka við innleiðingu á jafnlaunakerfi til vottunar. Innleiðing og vottun á jafnlaunakerfi hjá sveitafélögum með yfir 250 starfsmenn þarf að ljúka fyrir áramót og  er því  mikilvægt að hefjast handa sem fyrst. Við hjá Avanti-ráðgjöf höfum verið að veita sveitafélögum ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunakerfi og bjóðum upp á heilstæðan pakka til að einfalda málin. Okkar aðferðafræði gengur út á að útvega öll nauðsynleg sniðmát af skjölum, aðstoða við gerð starfaflokkunar og launagreininga, setja upp innri úttektir og almennt gera sveitafélög klár í jafnlaunavottun hjá vottunarfyrirtæki.

Í tilviki sveitafélaga þá er notað samhæft starfaflokkunarmat (starfsmat.is).  Við höfum þegar framkvæmt slíkt mat hjá sveitafélögum og erum með útfyllt sniðmát sem flýtir mjög fyrir því ferli að ljúka starfaflokkun og launagreiningu.

Ef þú er að leita að lausna fyrir innleiðingu á jafnlaunakerfi til vottunar fyrir þitt sveitafélag þá endilega hafðu samband á avanti@avanti.is. WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com