Guðjón Viðar Valdimarsson, ráðgjafi og faggiltur innri endurskoðandi(CIA)

Reynsla og starfsferill

Guðjón hefur víðtæka reynslu af innri og ytri endurskoðun sem og  tölvuendurskoðun og hefur unnið fyrir Ernst&Young, PwC, Kuwait Petroleum International og tekið að sér fjölmörg ráðgjafaverkefni fyrir opinbera aðila sem og einkafyrirtæki.  Hann hefur einnig staðið að  innleiðingu stjórnkerfa samkvæmt ISO 27001, ISO 9001 og ISO 31000 hjá fjölda fyrirtækja og opinberra stofnana sem og skipulagt  innri úttektir samkvæmt þeim stjórnkerfum.  Hann hefur staðið að innleiðingu og greiningu stærri fjárhagskerfa fyrir opinberar stofnanir og einkafyrirtæki sem og vörustjórnun fyrir hugbúnaðarþróun vegna áhættustýringarkerfa. Guðjón hefur starfað sem stundakennari í meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun við bæði Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og haldið fjölda fyrirlestra á vettvangi Félags um innri endurskoðun , Dokkunni og Stjórnvísi en einnig skrifað fjölda greina um innri endurskoðun og tölvuendurskoðun í blöð og fagtímarit.


Menntun

Guðjón er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og  M.Sc gráðu í fjármálum frá Copenhagen Business School.


Fagvottanir

Certified Internal Auditor(CIA) hjá The Institute of Internal Auditors

Certified Financial Services Auditor(CFSA) hjá The Institute of Internal Auditors

Certified Information Systems Auditor(CISA) hjá ISACA

Vottaður úttektarmaður jafnlaunakerfa. Skírteini gefið út af Velferðarráðuneytinu

Certified Information Privacy Professional(CIPP/E) hjá The International Association of Privacy Professionals.


Nákvæmt yfirlit um starfsferill og menntun ásamt félagstörfum er að finna á LinkedIN.

Tölvupóstfang hans er : gudjon@avanti.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com