Jafnlaunavottun – hver er staða mála ?

Nýlega var frétt á RÚV þar sem kom fram að einungis 11% fyrirtækja sem þyrftu að klára Jafnlaunavottun fyrir áramót, hefðu lokið því verkefni.  Þar kom einnig fram að eftir áramót mundi Jafnréttisstofa fara að deila út dagsektum að upphæð 50.000 króna á dag.  Í framhaldinu voru svo tengdar fréttir þ.m.t. viðtal við forsvarsmann hjá samtökum atvinnurekanda þar sem kom fram sú skoðun að það væri alls óvíst hvort réttlætanlegt væri að leggja á dagsektir því aðalmálið væri að fyrirtæki og stofnanir væru að vinna í þessum málum með það fyrir augum að ljúka því árið 2019 eða jafnvel síðar.

Nú dæmir hver fyrir sig en meginreglan hlýtur jú að vera sú að fylgja skuli landslögum. Það er heimild í reglugerð varðandi jafnlaunavottun, að ráðherra fresti gildistöku en það er sömuleiðis alls óvíst og reyndar frekar ólíklegt í ljósi þess hvaða pólitískar afleiðingar það hefði fyrir núverandi ríkisstjórn. Þetta eru málefni sem allir stjórnmálaflokkar hafa sett á oddinn og tekið eindregna afstöðu með því meginatriði að karlar og konur skuli njóta fyllsta jafnréttis varðandi laun og launakjör almennt.

Það er þá spurning hvernig þau 89% fyrirtækja sem standa frammi fyrir þessu verkefni, hvernig þau geti leyst úr því fyrir áramót eða í það minnsta komið verkefninu á góðan rekspöl. Þetta vandamál er einmitt það sem Advania og Avanti-ráðgjöf hafa einsett sér að leysa með sínu samstarfi.

Í meginatriðum þá gengur innleiðing Jafnlaunakerfis út á eftirfarandi :

 • Gera verkefnisáætlun, Jafnlaunastefnu, Jafnréttisáætlun
 • Yfirfara og endurbæta starfslýsingar
 • Skoða ferli við launaákvarðanir og verkferla í launadeild
 • Gera starfaflokkun og framkvæma launagreiningu
 • Rýna og samþykkja skjöl sem uppfylla kröfur jafnlauna staðalsins (ÍST-85-2012)
 • Útbúa sniðmát fyrir verklagsreglur og vinnulýsingar

easyEQUALPAY

easyEQUALPAY er sett upp með sniðmáti af öllum nauðsynlegum skjölum fyrir Jafnlaunakerfi. Því fylgja 15 tímar í ráðgjöf frá Avanti-ráðgjöf til að aðlaga skjölin og innleiðingu á kerfinu. easyEQUALPAY nýtist einnig til að skipuleggja árlegar innri úttektir, ásamt því að skrá ábendingar og úrbætur. Kerfið er einnig mjög hentugt til þess að setja upp skjalaflokkun og vera skjalasvæði fyrir skjöl og skrár sem tengjast Jafnlaunakerfi á einum stað.  easyEQUALPAY sér einnig um útgáfustýringu og vöktun skjala ( í gildi/ekki gildi).

Vantar þig Persónuverndarfulltrúa ?

Avanti ráðgjöf ehf býður nú þjónustu þar sem ráðgjafi frá okkur er „Úthýstur persónuverndarfulltrúi“ hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.

Í lögum um Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er að finna ákvæði um að fyrirtækjasamstæðu er heimilt að skipa einn persónuverndarfulltrúa að því tilskildu að sérhver starfsstöð hafi greiðan aðgang að honum. Einnig ef ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili er opinbert yfirvald eða stofnun, er heimilt að tilnefna einn persónuverndarfulltrúa fyrir fleiri en eitt slíkt yfirvald eða stofnun, að teknu tilliti til stjórnskipulags þeirra og stærðar.

Í 37 gr. reglugerðarinnar sem fylgir lögunum, er að finna ákvæði um að: „Persónuverndarfulltrúinn skal tilnefndur á grundvelli faglegrar hæfni sinnar og einkum sérþekkingar á lögum og lagaframkvæmd á sviði persónuverndar og getu sinnar til að vinna þau verkefni sem um getur í 39. gr. “

Ráðgjafi hjá Avanti ráðgjöf ehf hefur aflað sér slíkrar sérþekkingar frá viðurkenndum fagsamtökum sérfræðinga í Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (Sjá:IAPP) en það er CIPP/E faggilding.

Það er stefna fyrirtækisins að ráðgjafar okkar hafi sérþekkingu og viðurkennda faggildingu til þeirra verkefna sem viðskiptavinir óska eftir. Þar af leiðandi höfum við ákveðið að bjóða fyrirtækjum og stofnunum þá þjónustu að vera úthýstur persónuverndarfulltrúi.

Verkefni persónuverndarfulltrúa eru skilgreind í reglugerðinni en við höfum einnig sett fram drög að Starfslýsingu Persónuverndarfulltrúa sem lýsir verkefnum Persónuverndarfulltrúa með heilstæðum hætti og er jafnframt grundvöllur að samningi um afnot af þjónustu persónuverndarfulltrúa frá Avanti  ráðgjöf ehf.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um þessa þjónustu og/eða tilboði frá okkur í slíka þjónustu, vinsamlega hafið samband við okkur á avanti@avanti.is

Ráðgjafi Avanti – ráðgjöf ehf lýkur fagvottun sem CIPP/E

Guðjón Viðar Valdimarsson, hefur aflað sér faggildingu  sem Certified Information Privacy Professional/ Europe (CIPP / E) í gegnum International Association of Privacy Professionals (IAPP).  Avanti – ráðgjöf ehf hefur þegar aðstoðað fjölda fyrirtækja með að uppfylla ný lög um Persónuvernd og verndun persónuupplýsinga og þessi faggilding lýsir staðfestu fyrirtækisins að hafa ávallt á að skipa ráðgjöfum með viðeigandi sérfræðimenntun. 

Alþjóðlega vottaðir sérfræðingar sem starfa við persónuvernd eru mjög eftirsóttir í dag. Þeir hjálpa stofnunum að stjórna hraðri þróun í ógnum gagnvart persónuvernd einstaklinga og draga úr hugsanlegu tapi og misnotkun upplýsingaeigna. IAPP er fyrsta stofnunin sem opinberlega setur fram staðla í faglegri menntun og vottunum gagnvart  persónuvernd og gagnavernd. IAPP vottun er alþjóðlega viðurkennd sem virt, óháð mennun sem sérfræðingar afla sér og vinnuveitendur leita eftir.

CIPP er alþjóðlegur staðall í vottun sérfræðinga á sviði Persónuverndar og verndun persónuupplýsinga. Þróað og hleypt af stokkunum hjá IAPP með aðstoð leiðandi sérfræðinga, CIPP er fyrsta alhliða vottunin gangvart persónuvernd og verndun persónuupplýsinga en  CIPP / E er fyrsta faglega vottunin sem tekur mið af  evrópskum gagnaverndarlögum sem eru hluti af alhliða meginramma- og þekkingargrunni í upplýsingaöryggi. CIPP / E nær yfir evrópsk og innlend gagnaverndarlög(GDPR).

Um IAPP

Alþjóðleg samtök persónuverndarsérfræðinga (IAPP) er stærstu og umfangsmestu alþjóðasamtök á sviði persónuverndar.  IAPP samtökin voru stofnuð árið 2000, eru ekki rekin í hagnaðarskyni en hafa þann tilgang að  skilgreina, styðja og bæta  starfsvið sérfræðing á sviði Persónuverndar. Nánari upplýsingar um IAPP er að finna á   www.iapp.org.

Þarftu að setja upp jafnlaunakerfi fyrir áramót ?

Lög um jafnlaunavottun voru samþykkt á Alþingi  vorið 2017.  Í lögunum kemur fram að öll fyrirtæki og opinberar stofnanir með yfir 250 starfsmenn þurfa að fá vottun fyrir 31. desember 2018.  Við hjá Avanti – ráðgjöf höfum sett upp innleiðingarferli samkvæmt forskrift laganna en lögin byggja á ÍST 85-2012 staðlinum frá Staðlaráði Íslands.

Við aðstoðum við uppsetningu og innleiðingu á :

 • Jafnlaunastefnu
 • Jafnréttisáætlun
 • Yfirfara starfslýsingar
 • Ferli við launaákvarðanir
 • Verkferla í launadeild
 • Starfaflokkun
 • Launagreiningu

Við getum útvegað sniðmát fyrir öll nauðsynleg skjöl jafnlaunakerfis og aðlagað þau að þínu fyrirtæki.  Avanti-ráðgjöf getur einnig séð um allar innri úttektir en í því felst að staðreyna að öll skjöl og ferlar séu til staðar áður en sótt er um vottun frá vottunarstofu fyrir jafnlaunavottun. 

Til að fá frekari upplýsingar  þá getur þú sent okkur póst á avanti@avanti.is eða smellt á tengill hér að neðan.

Nýr vefur Avanti – ráðgjöf ehf

Við höfum tekin í notkun nýjan vef. Fyrir utan talsverðar útlitsbreytingar þá höfum við núna bætt við þjónustu og skerpt á þjónustu úrvali. Núna bjóðum við ráðgjöf og innri endurskoðun fyrir stjórnkerfi upplýsingaöryggis (ISO-27001) sérstaklega. Einnig höfum við skilgreint nánar hvað felst í þjónustu okkar varðandi innri endurskoðun. Við hjá Avanti – ráðgjöf höfum sérhæft okkur í innri endurskoðun í tenglum við stjórnkerfi :  Upplýsingaöryggiskerfi (ISO-27001), Gæðakerfi (ISO-9001) , Jafnlaunakerfi (ÍST 85-2012), og GDPR. Öll þessi stjórnkerfi gera ráð fyrir því að fram fari innri endurskoðun til þess að staðfesta að fyrirtækið eða stofnunin, sé að fara ákvæðum viðkomandi stjórnkerfis.

Á vefnum er nú einnig yfirlit um þau verkefni sem eru í gagni og verkefni sem við höfum lokið við sem og fréttir og viðburðir úr starfsemi fyrirtækisins.

 

Heilstæð aðferð við innleiðingu GDPR

Við hjá Avanti – ráðgjöf ehf erum í samstarfi við erlent ráðgjafafyrirtæki sem hefur útbúið heildarlausn varðandi allar nauðsynlegar stefnur og verklagsreglur fyrir GDPR. Þetta gerir innleiðingarferlið skilvirkara og tryggir að öll skjöl sem reglugerðin krefst, séu til staðar.

Við bjóðum heildarlausn fyrir innleiðingu á GDPR hjá þínu fyrirtæki. Við útvegum öll nauðsynleg stefnuskjöl og verklagsreglur, setjum upp vinnsluskrá, aðstoðum við gerð áhættumats og setjum upp aðra þá þætti eins og úttektir, frábrigðaskráningu, skráningu á vinnslubeiðnum og margt fleira.

Við erum með tilbúin sniðmát af stefnum, verklagsreglum og eyðublöðum útbúin af fremstu sérfræðingum á sviði GDPR, skipulagning verkefnisins er einnig tilgreind í uppsetningu skjalanna. Sjá mynd hér fyrir neðan:

Hafðu samband

Ef þú vilt uppfylla GDPR reglugerðina á skilvirkan hátt þá bjóðum við fram aðstoð okkar til að ná því markmiði. Smelltu á „Hafðu samband“ og við sendum þér tilboð.

easyEQUALPAY – Tilboð frá Advania og Avanti – ráðgjöf ehf

Avanti – ráðgjöf ehf og Advania hafa sameinast um að bjóða viðskiptavinum sínum nýja lausn easyEQUALPAY sem er kerfi sem Advania hefur þróað vegna tilkomu jafnlaunastaðalsins ÍST 85.

Advania hefur sett fram þessa lausn með stöðluðum skjölum  fyrir jafnlaunakerfi sem Avanti – ráðgjöf leggur til og sér um að aðlaga að þínu fyrirtæki. easyEQUALPAY inniheldur  alla nauðsynlega þætti fyrir innleiðingu á jafnlaunakerfi þ.m.t jafnlaunahandbók, frábrigðaskráningu, skjalakerfi, úrbótaverkefni og skipulagningu árlegra úttekta.

Tilboð:

– Stofngjald 483.600 m. VSK.

– Mánaðargjald 24.676 m.VSK.

Innifalið í stofngjaldi eru stöðluð skjalasniðmát jafnlaunakerfis ásamt vinnuskjalasniðmátum, sem og 15 klst.  ráðgjafavinna til aðlögunar skjala að þínu fyrirtæki. Innifalið í mánaðargjaldi er afnotaréttur á hugbúnaði, 15% afsláttur af gjaldskrá Advania vegna tækniaðstoðar í tengslum við lausnina og réttur á uppfærslum.

Sé þess óskað þá getur Avanti -ráðgjöf einnig sent tilboð vegna aðstoðar við innleiðingu allra þátta jafnlaunakerfis og skilað þínu fyrirtæki örugglega í vottunarferli.

Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar um þetta tilboð þá getur þú sent okkur póst annað hvort til avanti@avanti.is eða á VL-Sala@advania.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com